21.9.2007 | 10:11
Alveg þykir mér stórfurðulegt ...
... að tannlæknar megi ekki auglýsa þjónustu sína. Hverjum er það til hagsbóta? Í fyrstu hlýtur maður að álykta sem svo að það sé þeirra vilji til að græða sem mest en það er jú þeim sem er bannað að auglýsa. Mér finnst gjaldskrá þeirra víða svo há að það er svívirðulegt. Þeir hljóta sumir að leggja alveg skuggalega á fyrst að verðið getur munað svona miklu. Fjöldinn allur af fólki gengur um með skemmdar tennur og neyðist til að láta boltann rúlla því það hefur einfaldlega ekki efni á að setjast í stólinn í stutta stund og labba út í sumum tilfellum jafnvel tugum þúsundum fátækari. Þarna hlýtur samkeppni að vera af hinu góða!!
TR íhugar að birta gjaldskrá tannlækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 12:35
Snilldin ein ...
Það er gaman að opna fréttavef og sjá þessa fyrirsögn blasa. Þvílíkur viðbjóður sem þessi fíkniefni eru og ekki vanþörf á að taka til hendinni í þeim málefnum. Það er sama hvað þeir hirða mikið það virðist samt alltaf allt vera flæðandi í þessu...
Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)