20.9.2007 | 12:35
Snilldin ein ...
Það er gaman að opna fréttavef og sjá þessa fyrirsögn blasa. Þvílíkur viðbjóður sem þessi fíkniefni eru og ekki vanþörf á að taka til hendinni í þeim málefnum. Það er sama hvað þeir hirða mikið það virðist samt alltaf allt vera flæðandi í þessu...
Tugir kílóa af fíkniefnum í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Furðulegt að fólk trúi því að þetta skili árangri... þetta er bara dropi í
hafinu.
"Tugir kílóa"... úúú á ég að skjálfa? Ég veit ekki betur en að ríkið sjálft
sé að flytja inn fíkniefni í tonnatali. Þessi barátta er sorgleg að öllu
leiti, hversu lengi ætlum við að herma eftir fíkniefnastríði kanans? Hvenær
ætlum við að hætta að mismuna fólki vegna neyslu og lífstíls?
Geiri (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:06
Jú jú .. það vita allir að þetta er bara dropi í hafinu en þetta telur nú samt .. og ég geri ráð fyrir að þú eigir við þessu að þú viljir lögleiða fíkniefni? Ég skil bara ekki hvernig það ætti í ósköpunum að ganga. Við vitum öll að stór já eða stærstur hluti afbrota er framinn undir áhrifum vímuefna og þá sterkra efna og að flestir fíkniefnaneytendur eru það fyrir þær sakir að þeir ráða ekki við fíknina og myndu í mörgum tilfellum vilja vera lausir við hana. Ef þetta snýst um að við eigum sjálf að bera ábyrgð á okkar gjörðum þá gætum við allt eins farið að afnema réttarkerfið en þrátt fyrir að við séum fullorðið fólk og eigum að geta stjórnað okkur sjálf þá er það bara staðreynd að við þurfum bremsur, boð og bönn......
Hugrún Sif , 21.9.2007 kl. 09:17
Verð eiginlega að commenta á þetta.. Flest afbrot eru framin undir áhrifum fíkniefna, en það er vegna löggjafarinnar, ekki fíkniefnanna. Ef fíkniefni væru lögleg væru ekki glæpir í kringum þau, allavegana ekkert í líkindum við það sem er í dag. Horfðu á rannsóknir um lögleiðingu t.d. í Sviss og sjáðu árangurinn.
Þú talar um að fíklar eigi að vera lausir við fíknina, hvernig færðu það út að það hjálpi fíklum að ráðast gegn þeim ? Það verður aldreið alvöru "þurrkur" á fíkniefnum hérna þannig ef fíklar ætla að nota eiturlyf þá nota þeir eiturlyf, Ísland er fullt af þeim alltaf eins og þú væntanlega veist. Hvernig væri að taka milljarðana sem við erum að eyða í stríðinu gegn fíkniefnum og takast á við fíkniefnavandann sjálfan t.d. með sterkum meðferðarstofnunum ? Síðan finnst mér skárra að fíkill fái fíkniefnin frekar "hrein" frá lækni með ráði frá honum frekar en að hann fái það frá dópsala sem er búinn að blanda efnum í skammtana sem oft eru eitraðir...stebbi (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:17
Ég er algjörlega sammála þér að það þyrfti klárlega að eyða fjármunum í góðar meðferðarstofnanir!! ... en ég er samt á þeirri skoðun að ef þau yrðu lögleidd yrðu þau mun sýnilegri og fleiri sem myndu freistast til að prófa og þ.a.l. fleiri sem myndu leiðast út í fíkn.... Örugglega til fullt af fólki sem myndi ánetjast ef það fengi færi á að prófa .. Geri mér fulla grein fyrir að það þarf varla nema að smella fingrum til að fá þetta færi til að prófa, en samt alls ekki allir sem myndu prófa nema þetta væri einfaldlega fyrir framan nefið á þeim...
Hugrún Sif , 21.9.2007 kl. 21:54
Ég held að það sé eitthvað allt annað en löggjöf sem stjórnar því hvort fólk fari í neyslu eða ekki, flestir fullorðnir eru búnir að móta það í siðferðiskenndina og það myndi ekki breytast við lögleiðingu. Sumir benda á að tóbak og áfengi eru algeng fíkniefni vegna þess að þau eru lögleg, en raunin er sú að þau voru einnig vinsælust áður en fíkniefnastríðið hófst og farið var að flokka efni sem lögleg eða ólögleg. T.d. í Bandaríkjunum var aðeins 2% þjóðarinnar háð fíkniefnum (öðrum en áfengi og tóbak) þegar sala var frjáls og engin löggjöf. Ég man ekki hver núverandi prósenta er en ég er frekar viss um að hún er allavega helmingi hærri en á þeim tíma sem ákveðið var að hefja fíkniefnastríðið.
Annars yrðu dauðsföll svipuð þó að neyslan myndi tvöfaldast, enda er talið að allavega helmingur dauðsfalla tengist rangri notkun eða rangri efnasamsetningu. Einnig myndi tel ég að glæpatíðni myndi minnka einnig þó að neyslan aukist (ef ríkið setur ekki of háar álagningar á efnin) vegna þess að dópið yrði margfalt ódýrara og flestir ættu efni á því þrátt fyrir að vera á lágum launum (hef aldrei heyrt um það að handrukkarar eltist við reykingar- eða drykkjufólk). Að neysla aukist er ekki réttlæting fyrir banni. Neysluform er eitthvað sem einstaklingurinn verður að gera upp við sjálfan sig og taka ábyrgð á. Í nútíma upplýsingasamfélagi ætti það að vera öllum ljóst að því fylgir áhætta að hefja neyslu, ef fleiri brenna sig á því við lögleiðingu þá er það bara þeirra vandamál. Enginn er neyddur til þess að taka þessa áhættu.
Geiri (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 05:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.